Ófrjósemin reyndi verulega á sambandið

Hilarie Burton Morgan og Jeffrey Dean Morgan.
Hilarie Burton Morgan og Jeffrey Dean Morgan. AFP

One Tree Hill-stjarnan Hilarie Burton Morgan og eiginmaður hennar, leikarinn Jeffrey Dean Morgan, hafa gengið í gegnum súrt og sætt saman en það tók þau nokkur ár að eignast sitt annað barn. Í nýrri bók sinni, The Rural Diariesað því er fram kemur á vef ET, segir Burton Morgan að erfiðleikarnir hafi reynt á samband þeirra.

Í mars árið 2010 eignuðust hjónin son. Eftir auðvelda fæðingu vildi Burton Morgan fljótlega eignast annað barn. Það gekk hins vegar ekki auðveldlega. Það tók hana eitt og hálft ár að verða ólétt aftur en meðgöngunni lauk með fósturláti.

Til þess að reyna að verða ólétt eyddi leikkonan miklum fjárhæðum í egglospróf, pissaði á prik og fylgdist með tunglinu. Hún segir að þau hafi einnig hafa íhugað að fara í tæknifrjóvgun.

Pressan á að nýta frjósemisgluggann í hverjum mánuði hafði áhrif á sambandið.

„Það var engin rómantík,“ viðurkennir Burton Morgan í bókinni. „Þetta allt varð að einhverri vísindatilraun ... Honum leið eins og það væri verið að nota hann og vildi ekki svara mér og þá leið mér illa og fann fyrir höfnun. Þetta var slæmur óhamingjutími.“

Eftir fyrsta fósturlátið tókust þau mismunandi á við áfallið. Leikkonan segist þurfa á samskiptum að halda í erfiðleikum en eiginmaður hennar verður hljóðlátur og vill vera út af fyrir sig. Morgan var þó alltaf jákvæður. 

„Við vissum ekki hvernig við áttum að tala hvort við annað. Það sem ég þurfti að heyra vissi hann ekki hvernig hann ætti að segja,“ segir Burton Morgan og segist hafa fundið fyrir tómleikatilfinningu.

Eftir marga erfiða mánuði náðu þau aftur saman. Þau töluðu um sorg og að þeim hefði báðum liðið eins og þau væru misheppnuð. Þau töluðu um hversu einmana þau voru. 

Hín missti tvisvar fóstur aftur en það var svo loksins í febrúar 2018 að þau eignuðust annað barn sitt.

Hilarie Burton Morgan og Jeffrey Dean Morgan.
Hilarie Burton Morgan og Jeffrey Dean Morgan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert