Ólétt eftir fósturmissi og æxli

Desi Perkins á von á sínu fyrsta barni.
Desi Perkins á von á sínu fyrsta barni. Skjáskot/Instagram

YouTube-stjarna Desi Perkins tilkynnti í gær að hún ætti von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Steven Perkins. Leið þeirra hjóna í átt að því að verða foreldrar hefur verið grýtt en þau hafa misst fóstur auk þess sem æxli fannst í kviðarholi Desi.

Desi er vinsæl í snyrtivöruheiminum og voru aðdáendur hennar í skýjunum yfir óléttufréttunum en hún hefur fjallað opinskátt um frjósemisvandmál þeirra hjóna. 

„Okkar reynsla hefur verið mjög erfið, en þetta er líka blessun. Blessun af því við vissum að ef við myndum deila reynslu okkar gætum við sýnt fólki sem glímir líka við ófrjósemi að þau eru ekki ein,“ skrifaði Desi við YouTube-myndband þar sem hún fjallar um hvernig hún varð ólétt.

Desi opnaði sig fyrst árið 2018 um fósturmissinn en hún missti fóstur árið 2016. Þar útskýrði hún hversu illa henni hefði liðið eftir fórsturmissi. Hún greindi frá því að læknar hefðu fundið æxli í kvið hennar sem þurfti að fjalægja. Hún glímdi við þunglyndi í kjölfarið en segir að það hafi hjálpaði henni mikið að tala um það opinskátt. 

„Ég veit að fósturlát eru algeng og að fólk talar ekki mikið um þau en ég talaði um þau á rásinni minni og það var örugglega það besta sem ég hef gert. Mér leið ekki jafn einmana. Ég hef átt erfitt með að verða ólétt eftir það og síðan eru liðin 4 ár,“ sagði Desi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert