Erfitt að alast upp við hlið Miley Cyrus

Noah Cyrus segir það hafa verið erfitt að alast upp …
Noah Cyrus segir það hafa verið erfitt að alast upp í skugga Miley Cyrus. AFP

Tónlistarkonan Noah Cyrus segir það hafa verið skelfilega erfitt að alast upp við hlið systur sinnar Miley Cyrus. Miley er ein skærasta stórstjarna Hollywood og hefur verið frá því hún fór með hlutverk Hönnuh Montana á Disney-rásinni.

Miley er 27 ára en Noah aðeins tvítug. Noah reynir nú fyrir sér í tónlistarheiminum og syngur um hversu ólíkar þær systur eru. 

„Systir mín er eins og sólin, kastar góðu ljósi hvert sem hún fer/og ég fæddist í rigningarskýi, heppin að vera í skugga hennar,“ syngur Noah. 

„Ég held bara að skilaboðin í öðru erindinu séu að vera fædd í fjölskylduna sem ég er í, allir voru svo leiðinlegir við mig fyrir að finnast erfitt að vera litla systir Miley,“ sagði Noah í viðtali

„Þetta var alveg óþolandi. Þess vegna skrifaði ég að systir mín er eins og sólin og ég hafi fæðst í rigningarskýi, heppin að vera í skugga hennar. Af því að það er það sem allir sögðu við mig, að sama hvað, þá yrði ég alltaf í skugga hennar,“ sagði Noah.

mbl.is