Love Island-barn á leiðinni

Camilla Thurlow og Jamie Jewitt eiga von á barni.
Camilla Thurlow og Jamie Jewitt eiga von á barni. Skjáskot/Instagram

Parið Camilla Thurlow og Jamie Jewitt kynntust í raunveruleikaþættinum vinsæla Love Island árið 2017. Parið á von á sínu fyrsta barni en þau greindu frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum um helgina. 

Verðandi foreldrarnir birtu myndband þar sem sónarmynd gekk á milli fjölskyldu og vina. Thurlow skrifaði einnig að hún væri komin 17 vikur á leið og er því von á barninu í október. 

Thurlow og Jewitt pöruðu sig saman seint í þáttaröðinni sem þau tóku þátt í. Þau komust langt en töpuðu fyrir parinu Kem Cetinay og Amber Davies sem eru ekki saman í dag.

Í Love Island er fylgst með hópi af ein­stak­ling­um í af­skekktri glæsi­villu para sig sam­an í leit að ást­inni. Sjónvarp Símans sýnir raunveruleikaþættina vinsælu á Íslandi en í febrúar kom fram að þættirnir sem og Bachelor-þættirnir væru vinsælli en enski boltinn. 

mbl.is