Hefur feðrað 5 börn í heimsfaraldrinum

Ari Nagel feðraði 5 börn í heimsfaraldrinum.
Ari Nagel feðraði 5 börn í heimsfaraldrinum. skjáskot/Twitter

Ari Nagel, alræmdi sæðisgjafinn, hefur feðrað fimm börn á meðan heimsfaraldurinn geisar. Hann hefur í heildina feðrað 64 börn.

Nagel komst í fréttir fyrir fjórum árum þegar New York Post fjallaði um hann og öll börnin sem hann hefur feðrað. 

Frá því í mars hafa fimm börn sem getin voru með sæði hans komið í heimin. Aiden, fæddur á Staten Island 13. mars, stúlka fædd í Ohio-ríki 27. mars, drengur fæddur í Brooklyn 14. apríl, drengur fæddur í suðaustur Asíu og Lucia fædd 13. maí í Buffalo.

Nagel hefur heimsótt eitt af fimm börnum sínum síðan heimsfaraldurinn skall á, drenginn sem fæddist í Brooklyn. „Það eru engar heimsóknir leyfðar á fæðingardeildina, nema faðirinn. Ég var sá eini sem fékk að fara í heimsókn,“ sagði Nagel í viðtali við New York Post

Hann segist hafa verið hræddur við að fara í heimsókn vegna kórónuveirunnar, en hann hefur ekki greint með veiruna.

Nagel sagði í viðtalinu að í fyrsta skipti í þrjú ár hafi engin kona haft samband við hann í tvær vikur og beðið um sæði frá honum. 

„Það var tímabil um miðjan apríl þar sem enginn hafði samband við mig. Ég man ekki hvenær það var svona rólegt hjá mér síðast, nema kannski árið 2018 þegar ég var í fríi í Sinai,“ sagði Nagel. 

Hann segir að nú þegar verð á flugferðum hafi lækkað finni hann fyrir auknum áhuga. 

mbl.is