Fæddist með óvenjumikið hár

Gabi er einstaklega hárprútt barn.
Gabi er einstaklega hárprútt barn. Skjáskot/Instagram

Instagramstjarnan Gabriela Zaharinov eða Gabi eins og hún er kölluð er vinsæl á Instagram þrátt fyrir að vera bara nýorðin eins árs. Gabi þykir sérstaklega sæt og er það meðal annars hárinu að þakka en hún fæddist með hár eins og lukkutröll.

Gabi býr í Sofiu í Búlgaríu með stóru systur sinni og foreldrum en móðir hennar, Denica Caneva, stýrir vinsælum aðgangi dóttur sinnar á Instagram. Móðir Gabi segir í viðtali á vef Daily Mail að dóttir sín hafi fæðst með mikið hár og hár hennar hafi bara síkkað á þessu rúma ári sem er liðið síðan hún fæddist.

„Þegar Gabi fæddist og ég sá hana í fyrsta sinn með þetta síða, þykka hár sem hún var svo heppin að fá var ég dolfallin,“ sagði Caneva og útskýrði að eldri dóttir sín, Ivona, hefði óskað sér systur með sítt hár. 

„Mamma, hvenær fæ ég systur sem ég get leikið með hárið á,“ spurði eldri dóttirin Ivona móður sína í tíma og ótíma. 

„Draumur hennar varð að raunveruleika þar sem Gabi leit út eins og í ævintýri,“ sagði mamman stolt. 

View this post on Instagram

Lost... - - - #forest #babymagazine #babyhaircut #babylifestyle #hairsyle #babygirl #flowers

A post shared by Gabi Zaharinova (@gabi_zaharinova) on Apr 17, 2020 at 7:03am PDT
View this post on Instagram

Здравейте, аз съм Габи и съм толкова усмихната, защото от днес имам профил в Инстаграм. Ако искате да прочетете повече за мен и за моето семейство 👨‍👩‍👧‍👧, посетете линка в био-то. И разбира се, не забравяйте да ме последвате. :) - - - #babygirl #baby #girl #instababies #instababy #instababygirl #instababymodel #instababylove #bulgariangirl #bulgarianbabygirl #kidsmodels #myfirstinstapost #happygirl #smileybaby #babymagazine #babycute #babiesofinstagram #babiesofinsta #babiesoftheworld #cutehair

A post shared by Gabi Zaharinova (@gabi_zaharinova) on Oct 19, 2019 at 5:00am PDT

mbl.is