Mömmuleikfimi af bestu gerð

Melissa Wood er jákvæð og skemmtileg kona sem kennir áhugaverða …
Melissa Wood er jákvæð og skemmtileg kona sem kennir áhugaverða leið til að komast í gott form.

Melissa Wood býður upp á heilsurækt sem hún nefnir MWH-leiðina. Hún er tveggja barna móðir sem hægt er að æfa með daglega í gegnum netið. 

Það er dásamlegt að fylgjast með henni á samfélagsmiðlum þar sem börnin hennar tvö eiga ekki langt að sækja hæfileika sína og mæta reglulega inn í rammann hjá mömmunni og nota hana sem alls konar leiktæki. 

Allar mömmur sem hafa reynt að gera leikfimi heima kannast við áhuga barna á því að vera með í hreyfingunni. 

Fyrir foreldra sem vilja langar fallegar línur og leiðir sem höfða bæði til fullorðinna og barna er mælt með að skoða Wood-leiðina í æfingum. 

mbl.is