Olsen vill eignast börn en Sarkozy ekki

Olivier Sarkozy og Mary-Kate Olsen eru að skilja.
Olivier Sarkozy og Mary-Kate Olsen eru að skilja. Skjáskot

Leikkonan og tískuhönnuðurinn Mary-Kate Olsen hefur formlega sótt um skilnað við eiginmann sinn Olivier Sarkozy. Samkvæmt heimildarmönnum nánum Olsen voru hjónin ekki á sömu blaðsíðu hvað varðar barneignir. 

Þann 13. maí sótti Olsen um neyðarheimild til þess að fá að sækja um skilnað. Dómstólar í New York-ríki hafa verið lokaðir um skeið og aðeins tekið við málum í neyð. Þeir opnuðu hins vegar í gær, mánudag, og nýtti Olsen fyrsta tækifæri til að sækja um skilnað. 

Samkvæmt heimildarmanni People greinir þau Olsen og Sarkozy á um hvort þau eigi að eignast börn í framtíðinni. Sarkozy á tvö uppkomin börn og langar ekki til að eignast fleiri börn. Olsen á hins vegar engin börn sjálf. 

„Fyrir nokkrum árum voru börn ekki efst á forgangslista hennar. Það er búið að breytast. Olivier á tvö uppkomin börn og langar ekki í fleiri. Mary-Kate hélt hann myndi breyta skoðun sinni en hann hefur ekki gert það,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Heimildarmaðurinn bætti við að Sarkozy væri mikill partýmaður sem eyddi miklum peningum. Olsen væri hins vegar ekki mjög félagslynd og vill frekar halda lítil partý með nokkrum nákomnum vinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert