Hræddist að verða ekki góð móðir

Söngkonan Carrie Underwood hræddist að verða ekki góð móðir.
Söngkonan Carrie Underwood hræddist að verða ekki góð móðir. AFP

Tónlistarkonan Carrie Underwood efaðist um að hún yrði nokkurn tímann góð móðir. Í dag á Underwood tvo syni með eiginmanni sínum Mike Fisher. 

„Mér gekk aldrei vel með annarra manna börn. Af hverju ætti mér að ganga vel með mín eigin börn?“ sagði Underwood í auglýsingu fyrir þætti þeirra hjóna, Mike and Carrie: God & Country.

Í þáttunum tala þau um hjónaband sitt og hvernig það var að stofna fjölskyldu. Fisher vildi alltaf eignast mörg börn og eiga stóra fjölskyldu en til að byrja með var Underwood efins.

Underwood segist hafa orðið ástfangin þegar hún fékk son þeirra í hendurnar í fyrsta skipti. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Isaiah, árið 2015. Yngri son sinn, Jacob, átti hún árið 2019 en missti fóstur nokkrum sinnum í millitíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert