Mætir Karlotta í skólann?

Karlotta prinsessa fær ef til vill að hitta vinina aftur …
Karlotta prinsessa fær ef til vill að hitta vinina aftur eftir langa hríð. AFP

Konunglegir álitsgjafar segja það muni senda ákveðin skilaboð til almennings hvort Karlotta prinsessa mæti í skólann á mánudag. Öllum skólum hefur verið lokað um hríð í Bretlandi vegna Covid-19-veirunnar en nú stendur til að opna á yngsta stigi næstkomandi mánudag. 

Hertogahjónin Katrín og Vilhjálmur eru sögð hugsi yfir því hvort senda eigi Karlottu í skólann eða halda henni heima, en Georg prins verður áfram í heimaskóla þar sem ekki verður búið að opna skóla fyrir hans árgang. Því komi til greina að halda börnunum saman úr því sem komið er.

Álitsgjafar telja að sama hvað þau geri muni það senda sterk skilaboð út í samfélagið og hafa gríðarleg áhrif á aðra foreldra í sömu sporum. 

Ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar um að opna aftur skólana hefur verið gagnrýnd og deila menn um öryggi barna og starfsmanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert