Alveg eins og mamma hennar

Aðdáandi Kylie Jenner setti saman nýlega mynd af Stormi Webster …
Aðdáandi Kylie Jenner setti saman nýlega mynd af Stormi Webster og gamla mynd af móður hennar, Kylie Jenner. Skjáskot/Instagram

Aðdáandi raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner setti saman gamla mynd af Jenner og dóttur Jenner, hinni tveggja ára gömlu Stormi Webster. Líkindin fara ekki á milli mála og var stjarnan svo sátt að hún deildi myndinni í sögu sinni á Instagram. 

Jenner og dóttir hennar Stormi virðast vera á svipuðum aldri á samsettu myndinni og eru báðar í örmum fullorðins einstaklings. Í tilviki Stormi er það móðir hennar sem heldur á henni. Á gömlu myndinni er Jenner með mikið svart hár í bleikum kjól en dóttir hennar er vel greidd í stuttermabol og stuttbuxum á myndinni sem aðdáandinn notaði. 

Þetta er ekki fyrsta skipti sem aðdáandinn ber saman myndir af mæðgunum. Virðist Stormi litla hafa fengið munnsvipinn og glettilegt brosið frá móður sinni. 

View this post on Instagram

Aw stormi and kylie😍❤

A post shared by @ godess.kylie on May 16, 2020 at 7:37pm PDT

View this post on Instagram

Aawh stormi and kylie😍❤❤

A post shared by @ godess.kylie on May 27, 2020 at 1:03pm PDT


Sjálf hefur Jenner talað um dóttur sína sem tvíbura sinn og litla útgáfu af sér. Er það ekki síst þegar þær klæðast í eins fötum. Jenner er dugleg að birta myndir af dóttur sinni á samfélagsmiðlum og stundum er þær alveg eins klæddar. 

View this post on Instagram

my mini 🤍🤍

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) on Mar 6, 2020 at 11:40am PST

mbl.is