Victoria's Secret-fyrirsæta á von á barni

Fyrirsætan Romee Strijd á von á sínu fyrsta barni.
Fyrirsætan Romee Strijd á von á sínu fyrsta barni. skjáskot/Instagram

Hollenska Victoria's Secret-fyrirsætan Romee Strijd á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Laurens van Leeuwen. Leið þeirra Strijd og van Leeuwen að foreldrahlutverkinu var ekki bein en Strijd er með PCOS (fjölblöðrueggjastokkaheilkenni). 

Í færslu á Instagram opnað fyrirsætan sig um erfiðleikana sem fylgdu því að reyna að eignast barn. „Fyrir tveimur árum greindist ég með PCOS eftir að hafa ekki farið á blæðingar í tvö ár. Ég var miður mín því minn stærsti draumur var að verða móðir og stofna fjölskyldu með Lauren,“ skrifaði Strijd. 

Hún segist hafa verið mjög hrædd því læknar sögðu henni að það yrði erfitt fyrir hana að eignast börn náttúrulega. Hún lét þó ekki deigann síga og byrjaði að rannsaka hverskonar PCOS hún væri með. Hún komst að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki með hefðbundið PCOS. 

Hennar niður staða var að hún væri með PCOS vegna þess að líkaminn hennar væri undir stöðugu álagi. 

„Líf mitt var þannig að ég ferðaðist stöðugt og var með enga líkamsklukku. Ég æfði mikið á hverjum degi og var á ströndu mataræði. Ég held að öll pressan sem ég setti á líkamann minn hafi verið of mikil, allir eru mismunandi, en ég held að þyngd mín hafi ekki verið góð fyrir líkamann minn sem gat ekki starfað rétt,“ skrifaði Strijd. 

Hún ákvað því að hætta að æfa á hverjum degi, slaka á í mataraæðinu og vera góð við sjálfa sig og taka pásur þegar hún þurfti. 

„Ég fór aftur á blæðingar í nóvember síðastliðinn og við verðum bráðum þriggja manna fjölskylda. Til allra kvenna þarna úti sem eru að reyna að eignast börn, trúið á sjálfar ykkur, verið góðar við ykkur sjálfar og líkamann ykkar og ekki leyfa hugsununum um allt þetta verða yfirþyrmandi,“ skrifaði Strijd.

View this post on Instagram

WE’RE HAVING A BABY 💗 2 years ago I got diagnosed with PCOS after not getting my period for 7 years. I was devastated because being a mom and starting a family with @laurensvleeuwen is my biggest dream.. I was so scared that I would never be able to because I got told it was harder to get babies in a natural way.. I started to research PCOS and came to the conclusion that mine was not the typical pcos.. Mine was because of my body being in fight or flight mode.. which means my body was under constant stress. I never felt mentally super stressed so it was hard te understand this, but my life consisted of travelling all the time (no biorhythm), working out every day, eating super clean (restricting foods). I think I pressured my body to much, and honestly every body is so different but I think my weight was not good for my body to function properly and couldn’t handle the constant traveling. This was the point where I started to research natural healing for PCOS and came to the conclusion that I should do way less high intensity training, don’t restrict foods, be nice to myself, and take breaks when needed. I also tried some natural supplements, acupuncture and we got a place back in the Netherlands as well, so we could spend more time with Family (since im such a family person). I’m so happy and grateful to say that I got my period back last november AND that WE’RE SOON A FAMILY OF THREE ❤ ❤❤❤ & to the women trying to conceive, believe in yourself and be nice for yourself and your body and don’t let those thoughts get to you to much 😚

A post shared by Romee Strijd (@romeestrijd) on May 28, 2020 at 10:14am PDT

mbl.is