Börnin það mikilvægasta sem Pitt á

Leikarinn Brad Pitt.
Leikarinn Brad Pitt. AFP

Shiloh Nouvel Jolie-Pitt átti afmæli í síðustu viku, 27. maí. Faðir hennar, leikarinn Brad Pitt, fagnaði með dóttur sinni en heimildarmaður ET segir Pitt vera afar stoltan af dóttur sinni sem er nú nýorðin 14 ára. 

„Shiloh er náin báðum foreldrum sínum. Öll börnin hlakka til afmælis Shiloh og ætla að fagna með afmælisköku,“ sagði heimildarmaður rétt fyrir 14 ára afmælið. „Brad er svo stoltur af Shiloh og af því sem hún er. Hann elskar að hún er samkvæm sjálfri sér og er svo góð við bræður sína og systur.“

Leikararnir Brad Pitt og Angelina Jolie greindu frá skilnaði sínum árið 2016 en þau eiga sex börn saman. 

„Börnin eru það mikilvægasta sem Brad á. Hann segir vinum sínum frá því að hann læri svo margt af börnum sínum,“ hélt heimildarmaðurinn áfram. „Honum og Angie hefur komið betur saman eftir að unnið var úr umgengisreglum.“

Angelina Jolie, Shiloh Jolie-Pitt og Knox Jolie-Pitt.
Angelina Jolie, Shiloh Jolie-Pitt og Knox Jolie-Pitt. AFP
mbl.is