Leið eins og krakka þegar hún varð stjúpmóðir

Kate Bosworth fannst hún enn vera krakki þegar hún varð …
Kate Bosworth fannst hún enn vera krakki þegar hún varð stjúpmóðir 28 ára gömul. MARIO ANZUONI

Leikkonan Kate Bosworth segir að sér hafi liðið eins og krakka þegar hún var stjúpmóðir 28 ára gömul. Bosworth giftist eiginmanni sínum, Michael Polish, árið 2011 en fyrir átti hann dótturina Jasper.

Bosworth birti mynd af sér og Jasper á Instagram í vikunni. „Árið sem ég varð stjúpmóðir. Þetta er líka árið sem ég lærði að elda. Mér fannst eldamennska mjög stór áskorun lengi vel. Það var svo fullorðins (28 ára gamalli leið mér enn eins og krakka). En þegar ég kynntist Jasper vissi ég að ég þyrfti að fullorðnast fyrir hana. Af öllu því sem ég hef gert í lífinu, þá er það langtum best að verða stjúpmóðir uppáhaldsmanneskjunnar minnar í heiminum,“ skrifaði Bosworth. 

Bosworth hefur sagt í viðtölum að hún tengi mjög vel við stjúpdóttur sína. „Ég átti aldrei eldri systur eða bróður, og hún er einbirni, þannig að mér líður eins og við skiljum hvor aðra á sérstakan hátt,“ sagði Bosworth.  

View this post on Instagram

Me & Jasper, 2011 // Cereal in bed. The year I became a stepmom. It’s also the year I learned to cook 😊 I was truly intimidated by cooking for the longest time ... it felt so adult. (At 28, I still very much felt like a kid)! But when I met Jasper, I knew I had to step up for her. Today, we introduce a new feature on KIND.EST ... that which explores a coveted YUM factor, but also represents taking a leap, growing up, new adventures, love + family— . Welcome to KIND.EST COOKING 👩🏼‍🍳❤️ . In our first post, watch Jasper and I make the first dish I ever made for her: Lemon Chicken Piccata. (It’s still her favorite!) . Of the things I’ve done in life, the best by far is becoming a stepmom to my favorite person on earth :) . Jasper, this one’s for you! ❤️ xx

A post shared by Kate Bosworth (@katebosworth) on May 28, 2020 at 9:25am PDT

mbl.is