Deila fósturmissinum á Youtube

Piparsveinninn Arie Luyendyk og unnusta hans Lauren Burnham.
Piparsveinninn Arie Luyendyk og unnusta hans Lauren Burnham. skjáskot/Instagram

Bachelor-hjónin og Íslandsvinirnir Arie Luyendyk Jr og Lauren Burnham deildu með aðdáendum sínum hjartnæmt myndband á Youtube þar sem þau sögðu frá nýlegum fósturmissi. Með því að deila þessum erfiðu fréttum vilja þau hjálpa öðrum sem hugsanlega eru að ganga í gegnum það sama.

Í myndbandinu lýsa þau þeim tilfinningarússibana sem fylgir því að komast að óléttunni en verða svo fyrir fósturmissi. „Við vorum strax farin að undirbúa okkur fyrir komu barnsins og vorum svo vongóð og hamingjusöm. En fóstrið reyndist ekki lífvænlegt og því miður misstum við það. Það eru mjög fáir sem vilja ræða um viðkvæm mál sem þessi og á það sérstaklega við um karlmenn. Við ákváðum því að deila þessu ferli með öllum í von um að opna umræðuna um fósturmissi,“ segja hjónin í myndbandi sínu en fyrir eiga þau eins árs dóttur Alessi.

mbl.is