Varð reið guði eftir þrjú fósturlát

Carrie Underwood á nú tvö börn.
Carrie Underwood á nú tvö börn. AFP

Tónlistarkonan Carrie Underwood og eiginmaður hennar, Mike Fishcer, opnuðu sig um fósturlát sem þau hafa lent í í vefþáttum sínum, Mike and Carrie: God & Country, að því fram kemur á ef ET. Underwood og Fisher eiga fimm ára gamlan son en það reyndist ekki einfalt að eignast annað barn. 

Fljótlega eftir að hjónin byrjuðu að reyna að eignast barn varð Underwood ólétt en hún missti fóstrið. Stjarnan segir að fósturlát sé eitthvað sem fólk vonar að komi bara fyrir einhvern anna, eins ljótt það er að viðurkenna það. „Það er ekki eitthvað sem þú sérð fyrir þér að þurfa að glíma við.“

Þau reyndu aftur að verða ólétt og eftir nokkra mánaða meðgöngu misstu þau barnið. 

„Ég var pirraður, við vorum búin að missa tvisvar,“ sagði Fisher en hann sagði jafnframt að hann hefði skynjað að guð hefði sagt honum að þau ætti eftir að eignast annan son og að hann ætti að heita Jacop. Hann vissi þó ekki hvernig sonurinn ætti að koma inn í fjölskylduna, hvort þau ættu eftir að eignast hann eða ættleiða. 

Stuttu seinna var Underwood enn og aftur ólétt og aftur misstu þau barn drauma sinna. Í fjórða skiptið leið Underwood eins og hún væri að missa fóstur. Þá fékk Underwood nóg. 

„Ég talaði hreinskilnislega við guð og sagði honum hvernig mér leið. Ég var sár. Ég var reið og auðvitað með sektarkennd fyrir að vera reið skaparanum,“ sagði Underwood. Hún sagði guð að annað hvort þyrftu þau að eignast barn eða ekki. 

Sem betur fer fyrir hjónin sögðu læknar þeim að allt liti vel út og hjónin eignuðust annan son í janúar 2019. Eins og í vitrun Fisher fékk sonurinn nafnið Jacop. Þessi erfiða reynsla styrkti hjónaband Underwood og Fisher. 

Hjónin Carrie Underwood og Mike Fisher.
Hjónin Carrie Underwood og Mike Fisher. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert