Svana Lovísa og Andrés eignuðust dóttur

Svana Lovísa.
Svana Lovísa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svana Lovísa Kristjánsdóttir, hönnuður og bloggari á Trendnet, og unnusti hennar, Andrés Andrésson, eignuðust dóttur 4. júní. Fyrir eiga þau einn son.

„Þann 4. júní fæddist með keisara þessi draumadóttir okkar Andrésar  16 merkur og 52 cm eftir um 41 vikna meðgöngu  Algjörlega fullkomin og lífið gæti varla verið betra ❤,“ segir Svana Lovísa á Facebook-síðu sinni. 

Svana Lovísa heldur úti blogginu Svart á hvítu á Trendnet sem er afar vinsælt. Þar skrifar Svana Lovísa um hönnun og heimili og svo er hún dugleg að deila myndum af sínu arfafallega heimili sem þau Andrés hafa verið að gera upp. 

Barnavefurinn óskar þeim hjartanlega til hamingju með fjölgunina í fjölskyldunni. 

Svana Lovísa deildi þessari bumbumynd á dögunum.
Svana Lovísa deildi þessari bumbumynd á dögunum.
Andrés Andrésson og Svana Lovísa Kristjánsdóttir með soninn Bjart Elías.
Andrés Andrésson og Svana Lovísa Kristjánsdóttir með soninn Bjart Elías.
mbl.is