Vill nefna barnið eftir uppáhaldsmatnum

Portobello-sveppir eru ljúffengir.
Portobello-sveppir eru ljúffengir. Ljósmynd/Getty Images

Verðandi móðursystir deildi því á samskiptamiðlinum Reddit að hún hefði farið að rífast við ólétta systur sína vegna nafns sem hin verðandi móðir var að pæla í. Vill hin verðandi móðir nefna barnið Portabella eftir sveppunum ljúffengu að því er fram kemur á vef Mirror. 

Móðursystirin verðandi sagði systur sinni sem á von á sér á næstu vikum að henni þætti nafnið Portabella undarlegt. Móðirin verðandi sagðist þó sjá fyrir sér að kalla barnið Bella. 

Ólétta systirin varð reið þegar móðursystirin verðandi sagði nafnið skrítið og sagðist sjálf ekki sjá fyrir að nefna barnið sitt eftir mat. Hún leitaði til annarra netverja og spurði hvort hún hefði verið asni að segja sína skoðun. Systirin sagðist þó hafa tekið það fram að henni væri sama um nafnið, hana langaði bara að verða frænka. 

Aðrir Reddit-notendur sögðu konunni að hún hefði ekki verið dónaleg. Hún sagði einfaldlega sína skoðun í stað þess að sýna viðbrögð sem ólétta systirin bjóst við að fá. Margir tóku einnig fram að barninu ætti pottþétt eftir að verða strítt vegna nafnsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert