Framúrskarandi meðgöngufatnaður fyrir sumarið

Konur ættu að klæðast fallegum litum á meðgöngunni.
Konur ættu að klæðast fallegum litum á meðgöngunni. mbl.is/Hatch

Það skiptir miklu máli að eiga fallegan fatnað á meðgöngunni. Sumar konur vilja nota peningana til að spara fyrir barnið sjálft, en það eru margar ástæður fyrir því að eyða í mömmuna sjálfa á þessum tíma. 

Enda eykur það vellíðan og sjálfsvirðingu að eiga fallegan klæðnað að vera í á þessum mikilvæga tíma. 

Eftirfarandi hlutir eru góðir að hafa í huga á meðgöngunni tengt fatnaði:

Fallegir litir

Fatnaður í fallegum björtum sumarlitum er nauðsynlegur í sumar á meðgöngunni. Enda er fátt fallegra en ófrísk kona í áberandi litum. 

Ekki hika við að prófa nýja liti sem þér hefur ekki dottið í hug að prófa áður. 

Lausar þægilegar flíkur eru mikilvægar í fataskápinn á meðgöngunni.
Lausar þægilegar flíkur eru mikilvægar í fataskápinn á meðgöngunni. mbl.is/Hatch

Lausar flíkur

Fatnaður sem er þægilegur er nausynlegur á meðgöngunni. Enda er gott að geta hreyft sig og teygt að vild þegar líkaminn tekur breytingum á þessum mikilvæga tíma. 

Samfestingar

Á meðgöngunni er fátt fallegra en að klæðast samfestingi sem hægt er að taka saman með belti sem er fagurlega sett fyrir ofan magann.

Fínir kjólar

Margar konur telja sig ekki þurfa að kaupa sparikjól á meðgöngunni sem er misskilningur. Því það er mikilvægt að eiga fallegan fatnað að klæða sig upp á ef svo ber undir. Konur þurfa að hitta fólk á meðgöngunni og því ætti engin kona að hætta við að fara í boð, því hún á ekkert fallegt að fara í. 

Það er fallegt að klæðast litum á meðgöngunni.
Það er fallegt að klæðast litum á meðgöngunni. mbl.is/Hatch
Samfestingar sem festir eru saman með belti fyrir ofan kúluna …
Samfestingar sem festir eru saman með belti fyrir ofan kúluna eru klæðilegir á meðgöngunni. mbl.is/Hatch
Fallegur bleikur sparikjóll frá A Pea in the Pod.
Fallegur bleikur sparikjóll frá A Pea in the Pod. mbl.is/A Pea in the Pod
Skyrta með huggulegu sniði frá Loft.
Skyrta með huggulegu sniði frá Loft. mbl.is/Loft
Klæðileg peysa frá Asos.
Klæðileg peysa frá Asos. mbl.is/Asos
mbl.is