Iggy Azalea eignast son

Iggy Azalea
Iggy Azalea Skjáskot/Instagram

Ástralski rapparinn Iggy Azalea tilkynnti á miðvikudaginn að hún ætti son. Tilkynningin kom flestum á óvart enda virðist enginn hafa vitað að hún væri ólétt. Þá hefur hún ekki gefið upp hver faðir barnsins er né hvenær barnið fæddist. Flestir gera ráð fyrir að rapparinn Playboi Carti sé faðir drengsins en Azalea og Playboi Carti eru sögð trúlofuð. 

Í tilkynningu stjörnunnar á Instagram segir: „Ég á son. Ég var alltaf að bíða eftir rétta tímanum til að segja eitthvað en því lengra sem líður því meir átta ég mig á því að ég mun alltaf kvíða því að deila þessum stóru fregnum með heiminum. Ég vil halda hlífskyldi yfir honum en vil þó leggja áherslu á að hann er ekki leyndarmál og ég elska hann meira en orð fá lýst.“

Tilkynning Azalea um son sinn.
Tilkynning Azalea um son sinn. Skjáskot/InstagramView this post on Instagram

i jus made 10 vibes<3

A post shared by @ playboicarti on Oct 18, 2019 at 1:01pm PDT

mbl.is
Loka