Þetta gera franskar mæður öðruvísi

Börn fá eilítið annað uppeldi í Frakklandi en í Bandaríkjunum …
Börn fá eilítið annað uppeldi í Frakklandi en í Bandaríkjunum að mati Florence Mars og Pauline Lévêque. mbl.is/Colourbox

Á vefsvæði Mind Body Green má finna áhugaverða grein um hvað franskar mæður gera öðruvísi en mæður annars staðar í heiminum. Florence Mars og Pauline Lévêque sem skrifuðu bókina Say Bonjour to the Lady: Parenting from Paris to New York. Báðar hafa þær reynslu af því að búa í Bandaríkjunum og Frakklandi. Þær eru á því að best sé að blanda uppeldi barnanna og kunna að meta hinn gullna meðalveg. 

Hárið

Ungar stúlkur í Frakklandi eru klipptar á fallegan hátt þar sem hársíddin er rétt fyrir neðan eyru og toppurinn er hafður stuttur (e bob). Í Bandaríkjunum sem dæmi er enginn einn stíll vinsæll fremur en annar. Allt er leyfilegt og tískan margbreytileg. 

Úr bókinni Say Bonjour to the Lady: Parenting from Paris …
Úr bókinni Say Bonjour to the Lady: Parenting from Paris to New York.

Heimilið

Frönsk börn búa á heimilum foreldra sinna á meðan bandarískir foreldrar búa á heimili barna sinna. 

Úr bókinni Say Bonjour to the Lady: Parenting from Paris …
Úr bókinni Say Bonjour to the Lady: Parenting from Paris to New York.

Mömmutímar

Mömmutímar í París eru í formi kaffibolla á Cafe de Flore. Mömmutími í New York er í formi þess að skokka með kerruna og barnið í Miðgarði. 

Úr bókinni Say Bonjour to the Lady: Parenting from Paris …
Úr bókinni Say Bonjour to the Lady: Parenting from Paris to New York.

Málsverðir

Kvöldmatur í París er spennandi þar sem boðið er upp á girnilegan kjúkling, með kartöflugratíni og grænmeti. Í Bandaríkjunum er þannig matur ekki spennandi, en réttir eins og makkarónur og ostur vinsælir.

Úr bókinni Say Bonjour to the Lady: Parenting from Paris …
Úr bókinni Say Bonjour to the Lady: Parenting from Paris to New York.

Umferðarljós

Í París eru umferðarljósin hvetjandi þar sem fólk er hvatt til að stoppa eða fara yfir. Í Bandaríkjunum er alið á meiri hlýðni þegar kemur að ljósum. Bent á hætturnar og meiri varkárni höfð að leiðarljósi. 

Úr bókinni Say Bonjour to the Lady: Parenting from Paris …
Úr bókinni Say Bonjour to the Lady: Parenting from Paris to New York.

Helgarplön

Í París fylgja börnin dagskrá foreldranna um helgar. Í New York, hins vegar, eru öll plön höfð í kringum börnin. 

Úr bókinni Say Bonjour to the Lady: Parenting from Paris …
Úr bókinni Say Bonjour to the Lady: Parenting from Paris to New York.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert