Afastrákur Bjarna Ben fékk nafnið Bjarni Þór

Ísak Ernir Kristinsson og Margrét Bjarnadóttir.
Ísak Ernir Kristinsson og Margrét Bjarnadóttir.

Fyrsta barnabarn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur innanhússráðgjafa fékk nafn í gær. Drengurinn var skírður í höfuðið á móðurafa sínum og móðurömmu. 

Margrét Bjarnadóttir, elsta dóttir Bjarna og Þóru, og unnusti hennar, Ísak Ernir Kristinsson, eignuðust son í byrjun apríl. Í gær fékk hann nafnið Bjarni Þór. 

Barnavefurinn óskar þeim hjartanlega til hamingju með nafnið! 

mbl.is