Fjórða barnið á leiðinni hjá Björgvini og Karen

Björgvin og Karen eiga von á sínu fjórða barni.
Björgvin og Karen eiga von á sínu fjórða barni.

Handboltalandsliðsmaðurinn Björgvin Páll Gústavsson og eiginkona hans Karen Einarsdóttir eiga von á sínu fjórða barni saman. Björgvin greindi frá óléttunni á samfélagsmiðlum í dag og segir óléttuna vera mjög óvænta. 

„Óvæntur glaðningur! Fjórða krílið á leiðinni! Margt „skrítið“ í þessu lífi en eftir 9 meðferðir og þrjú börn datt inn ein óvænt en mjög velkomin ólétta. Hlökkum til að verða fleiri í kringum áramótin.“

Fyrir eiga Björgvin og Karen dótturina Emmu sem verður 7 ára á árinu og tvíburana Emilíu og Einar sem verða þriggja ára í nóvember. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is