Fitnessdrottningin eignaðist dóttur

Alexandra og Arnar eignuðust stúlku.
Alexandra og Arnar eignuðust stúlku. Skjáskot/Instagram

Hreysti­drottn­ing­in og áhrifa­vald­ur­inn Al­ex­andra Sif Nikulás­dótt­ir og Arnar Freyr Bóasson eignuðust sitt fyrsta barn nú á dögunum. Alexandra greindi frá fæðingu dóttur sinnar í dag, en hún kom í heiminn á aðfaranótt sunnudags. 

„Upplifði mögnuðustu stund lífs míns aðfaranótt sunnudags 21.06.20, þegar litla Apaskottið okkar kom í heiminn og gerði mig og Arnar að foreldrum 🤍🐒
Það mætti heldur betur með stæl og var í sigurkufli (enn þá í belgnum) og eins og súperman með eina höndina á undan sér. Það þykir mikið gæfumerki að fæðast í sigurkufli ✨
Krílið var 49 cm og 12 merkur og var á mikilli hraðferð í heiminn.
Erum í skýjunum yfir því að hafa fengið hana í hendurnar og varla komin á jörðina eftir þessa sturluðu upplifun.
Er ein stolt mamma og pabbinn er að standa sig eins og hetja.
Hlökkum til að takast á við nýju hlutverkin okkar og halda áfram að njóta með litlu dásemdinni okkar,“ skrifaði Alexandra í færslu sinni á Instagram. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju.

 

View this post on Instagram

Upplifði mögnuðustu stund lífs míns aðfaranótt sunnudags 21.06.20, þegar litla Apaskottið okkar kom í heiminn og gerði mig og Arnar að foreldrum 🤍🐒 Það mætti heldur betur með stæl og var í sigurkufli (enn þá í belgnum) og eins og súperman með eina höndina á undan sér. Það þykir mikið gæfumerki að fæðast í sigurkufli ✨ Krílið var 49 cm og 12 merkur og var á mikilli hraðferð í heiminn 😅 Erum í skýjunum yfir því að hafa fengið hana í hendurnar og varla komin á jörðina eftir þessa sturluðu upplifun. Er ein stolt mamma og pabbinn er að standa sig eins og hetja. Hlökkum til að takast á við nýju hlutverkin okkar og halda áfram að njóta með litlu dásemdinni okkar 💕 #arnarsdottir #litlaapaskott

A post shared by Alexandra Sif Nikulásdóttir (@alesif) on Jun 23, 2020 at 4:32am PDT

 

mbl.is