Logandi hræddur að verða faðir í fyrsta sinn

Will Smith var logandi hræddur þegar hann varð faðir í …
Will Smith var logandi hræddur þegar hann varð faðir í fyrsta sinn. AFP

Leikarinn Will Smith segir að hann hafi verið logandi hræddur þegar hann varð faðir í fyrsta sinn, 24 ára. Í tilefni af feðradeginum, sem var í gær í Bandaríkjunum og víða um heim, settist hann niður með eiginkonu sinni Jödu Pinkett Smith og ræddi föðurhlutverkið. 

Smith eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Trey, með þáverandi eiginkonu sinni Sheree Zampino. Þau skildu þegar Trey litli var aðeins 2 ára gamall. Þeir feðgar misstu sambandið í kjölfar skilnaðarins en endurbyggðu sambandið þegar Trey var unglingur. 

„Ég kom með hann heim, við settum hann í vögguna og ég var logandi hræddur. Ég ber ábyrgð á lífi hans. Ég gat ekki hætt að fara og athuga með hann. Ég hágrét. Ég vissi að ég vissi ekki neitt. Ég bar ábyrgð núna. Þá fattaði ég hversu brothætt foreldrahlutverkið er,“ sagði Smith. 

Smith og núverandi eiginkona hans, Jada Pinkett Smith, giftu sig árið 1997 og eiga þau tvö börn saman. 

„Skilnaðurinn er það versta sem hefur komið fyrir mig eftir að ég varð fullorðinn. Skilnaðurinn voru stærstu mistökin mín. Ég hef oft verið særður síðan ég varð fullorðinn, en allt bliknar í samanburði við það að skilja við móður tveggja ára sonar míns. Við Sheree lentum á veg, ef karlmaður er ekki frábær eiginmaður þá missir hann réttinn á að vera faðir. Ég er mun betri faðir en eiginmaður. Á þeim tímapunkti byrjar maður að berjast fyrir réttindum sínum og barnið endar í miðjunni,“ sagði Smith. 

mbl.is