Jolie segir jákvætt viðhorf til ættleiðinga mikilvægt

Angelina Jolie er djúpt hugsi og með skoðanir þegar kemur …
Angelina Jolie er djúpt hugsi og með skoðanir þegar kemur að ættleiðingu barna. mbl.is/ERIC THAYER

Leikkonan Angelina Jolie segir alla á jörðinni jafna. Bæði flóttafólk og kvikmyndastjörnur. Jolie, sem á sex börn, hefur reynslu af því að ganga með þrjú þeirra og ættleiða þrjú. 

Hún segir engan mun á tilfinningum sínum til barna sinna. Þau skipti hana öll miklu máli og að flóttafólk, betur en nokkrir aðrir, hafi kennt henni um gildi fjölskyldunnar. Þetta kemur fram í viðtali við hana í Vogue

„Þegar ég tala við ættleiddu börnin mín þá ræði ég ekki um meðgönguna, heldur ferðalagið sem tók að finna þau. Ég segi þeim frá því þegar ég horfði fyrst í augun þeirra og hvar ég fann þau. Orð eins og ættleiðing og heimili fyrir munaðarlaus börn, eru jákvæð orð á mínu heimili.“

Jolie segir miklu máli skipta að ættleidd börn fái að vita rætur sínar og ef þau koma frá öðrum löndum, að þau fái að vita allt um uppruna sinn og sögu. 

„Við eigum ekki að láta ættleidd börn fara inn í okkar heim. Heldur mæta þeim einnig í þeirra heimi. Við verðum öll að vita rætur okkar og hvaðan við komum. Ef við ræðum hlutina opinskátt verður andrúmsloftið svo eðlilegt og falleg. Ég mæli með því fyrir alla og að við tileinkum okkur jákvætt viðhorf til ættleiðingar.“ 

Angelina Jolie með Knox Léon Jolie-Pitt, Zahara Marley Jolie-Pitt, Pax …
Angelina Jolie með Knox Léon Jolie-Pitt, Zahara Marley Jolie-Pitt, Pax Thien Jolie-Pitt, Vivienne Marcheline Jolie-Pitt og Shiloh Nouvel Jolie-Pitt. mbl.is/AFP
mbl.is