„Viltu koma í þykjó?“

ÞYKJÓ eru búningar, grímur og fylgihlutir sem örva ímyndunarafl og …
ÞYKJÓ eru búningar, grímur og fylgihlutir sem örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í gegnum opinn leik. Ljósmynd/Aðsend

ÞYKJÓ eru búningar, grímur og fylgihlutir sem örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í gegnum opinn leik. ÞYKJÓ opnar pop-up tilraunastofu í Borgarbókasafninu Grófinni sem hluti af  dagskrá HönnunarMars 2020.

ÞYKJÓ er hugarfóstur leikmynda-, búninga- og leikbrúðuhönnuðarins Sigríðar Sunnu Reynisdóttur. Hún fékk til liðs við sig fata- og textílhönnuðinn Tönju Huld Levý Guðmundsdóttur ásamt Ninnu Þórarinsdóttur, leikfangahönnuð og myndskreyti sem sérhæfir sig í barnamenningu. Þær hafa áður leitt hesta sína saman og hannað ævintýralega heima fyrir leiksýningar, innsetningar og aðra viðburði en hafa nú hug á að færa ævintýrið inn í hversdag barna á heimilum þeirra.

Hönnunin miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í gegnum opinn leik. Sníðagerðin stuðlar að því að búningarnir geti vaxið með barninu, þannig er lagt upp með eigulega og vandaða hönnunarvöru. Eitt af markmiðum hönnuða er að vekja áhuga barna á fjölbreytileika dýraríkisins og að stokka upp staðlaðar kynjaímyndir og litaframboð á leikföngum fyrir stelpur og stráka. Búningarnir eru unnir í samstarfi við uppeldisfræðinga, líffræðinga og - síðast en ekki síst - í samstarfi við börn.

ÞYKJÓ opnar í Borgarbókasafninu í Grófinni í dag, miðvikudaginn 24. júní klukkan 16:30. Tvær vinnusmiðjur verða í boði á laugardaginn 27. júní klukkan 13-40 og 14:30-15:30. Smiðjan er ókeypis en skráning er nauðsynleg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert