Rýfur þögnina um Huxley

Myka Stauffer ásamt eiginmanni og fimm börnum. Nú hefur sonurinn …
Myka Stauffer ásamt eiginmanni og fimm börnum. Nú hefur sonurinn Huxley fengið nýtt heimili. Skjáskot/Instagram

Myka Stauffer hefur nú loks rofið þögnina í kringum ákvörðun hennar og eiginmanns hennar James að gefa frá sér Huxley sem þau höfðu ættleitt árið 2017. 

Stauffer segir að engin rannsókn standi yfir og að þau hafi ekki ættleitt Huxley í gróðaskyni. Allir þeir peningar sem þau þénuðu fóru í þann mikla kostnað sem umönnun Huxley krafðist. 

Í tilkynningu á Instagram biðst Stauffer afsökunar á að hafa brugðist þeim fjölmörgu sem litu upp til hennar sem móður.

„Mér þykir leitt að hafa valdið fólki sársauka og örvilnan. Ég hefði aldrei getað séð fyrir þessa atburði og ég var að gera mitt besta til þess að ráða fram úr erfiðasta tíma lífs míns. Ég biðst afsökunar á að hafa verið svona barnaleg þegar ég hóf ættleiðingarferlið. Ég var ekki nógu vel undirbúin. Ég hefði þurft meiri þjálfun. Ég get þó ekki sagt að ég vildi að þetta hefði aldrei gerst því ég er enn svo ánægð með að Huxley sé hér og fái alla þá aðstoð sem hann þarfnast,“ segir Myka Stauffer.

View this post on Instagram

A post shared by Myka Stauffer (@mykastauffer) on Jun 24, 2020 at 3:40pm PDTmbl.is