Dóttir Bono segir frægð hans vera hindrun

Bono ásamt eiginkonu og dætrum.
Bono ásamt eiginkonu og dætrum. Skjáskot/Instagram

Eve Hewson, dóttir írska söngvarans Bono, segir að í fyrstu hafi frægð hans hjálpað henni að koma ferli hennar af stað en sé nú hindrun.

Hewson sem er leikkona segir að vinir hennar í skóla hafi átt erfitt með að fá umboðsmenn og komast í leikprufur en að hún átti í engum vandræðum með slíkt vegna tengsla föður hennar. 

„Þetta hefur aldrei verið vandamál fyrir mig. Auðvitað ætti þetta ekki að vera þannig en ef dyrnar standa opnar þá á maður að ganga inn um þær,“ segir Hewson í viðtali við Radio Times.

Þá segir hún frægð föður síns einnig ákveðna hindrun. „Oft getur fólk í kvikmyndageiranum ekki aðskilið mann frá föður mínum og sjá mig ekki sem einstakling. Þá hafa flestir mjög litlar væntingar um það sem maður hefur fram að færa og halda að maður verði ekki góður. Svo kemur í ljós að maður hefur hæfileika og þá eru allir mjög hissa.“

Hewson leikur nú í sjónvarpsþáttaröðinni Luminaries á BBC. Þá hefur hún einnig leikið í myndum á borð við Tesla og Robin Hood og Netflix seríunni Behind Her Eyes.

View this post on Instagram

4 out of 6 ❤️

A post shared by Eve Hewson (@memphisevehewson) on Jan 6, 2019 at 11:56am PST

mbl.is