Karlotta þykir lík ömmu Díönu

Mörgum finnst Karlotta vera lík ömmu sinni, Díönu prinsessu.
Mörgum finnst Karlotta vera lík ömmu sinni, Díönu prinsessu. AFP

Karlotta prinsessa, dóttir Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju, þykir einstaklega lík föðurömmu sinni, Díönu prinsessu. Konungsfjölskyldan gaf út nýjar myndir af fjölskyldunni um síðustu helgi, en þá fagnaði Vilhjálmur 38 ára afmæli sínu.

Margir höfðu orð á því í athugasemdakerfinu að Karlotta litla líktist ömmu sinni, Díönu prinsessu, mjög svo á myndunum. Þótti mörgum svipurinn á Karlottu minna á myndir af Díönu heitinni sem barni.

Karlotta heitir einmitt eftir ömmu sinni en fullt nafn hennar er Karlotta Elísabet Díana.

Karlotta ásamt föður sínum og bræðrum og Díana prinsessa.
Karlotta ásamt föður sínum og bræðrum og Díana prinsessa. Samsett mynd
mbl.is