Stjörnur sem fæddu börn sín heima

Pamela Anderson, Jennifer Connelly og Ashley Graham fæddu börn sín …
Pamela Anderson, Jennifer Connelly og Ashley Graham fæddu börn sín heima. Samsett mynd

Fæðingar eru jafn misjafnar og þær eru margar. Margar konur kjósa að fæða börn sín inni á sjúkrahúsum en sumar kjósa að fæða börnin sín heima hjá sér. Stjörnur á borð við fyrirsæturnar Gisele Bündchen, Cindy Crawford og leikkonuna Jennifer Connelly kusu að fæða börn sín heima. 

Gisele Bündchen.
Gisele Bündchen. Skjáskot/Instagram

Gisele Bündchen

Fyrirsætan Gisele Bündchen fæddi sitt fyrsta barn, Benjamin, heima hjá sér í Boston.

Cindy Crawford

Ofurfyrirsætan Cindy Crawford fæddi bæði börn sín, Presley og Kaiu, heima.

Kimberly og James Van Der Beek.
Kimberly og James Van Der Beek. AFP

Kimberly Van Der Beek

Kimberly, eiginkona leikarans James Van Der Beek, fæddi dóttur þeirra Gwendolyn heima í svefnherberginu þeirra. 

Ashley Graham.
Ashley Graham. AFP

Ashley Graham

Fyrirsætan Ashley Graham fæddi son sinn heima hjá sér. 

Jennifer Connelly.
Jennifer Connelly. AFP

Jennifer Connelly

Leikkonan Jennifer Connelly og eiginmaður hennar Paul Bethany ákváðu að bjóða dóttur sína, Agnesi, velkomna í heiminn heima hjá sér í New York. 

Lake Bell.
Lake Bell. AFP

Lake Bell

Leikkonan Lake Bell fæddi son sinn heima. Í viðtali í hlaðvarpsþætti Dax Shepherd greindi hún frá því að sonur hennar hefði þurft að dvelja á vökudeildinni í 11 daga eftir á því hann fæddist með naflastrenginn vafinn um sig. 

Pamela Anderson.
Pamela Anderson. AFP

Pamela Anderson

Pamela Anderson fæddi báða syni sína, Brandon og Dylan, heima hjá sér. „Ég fæddi heima í bæði skiptin, náttúrulega, með ljósmóður, í vatni, með engu. Ekki einu sinni Tylenol,“ sagði Anderson í viðtali við Larry King árið 2002.

Mayim Bialik.
Mayim Bialik.

Mayim Bialik

Leikkonan Mayin Bialik greindi frá því í bloggfærslu árið 2010 að yngri sonur hennar, Frederick, hefði komið í heiminn heima í stofu.

Alyson Hannigan.
Alyson Hannigan. Jason Merritt

Alyson Hannigan

Leikkonan Alyson Hannigan fékk hugmyndina að því að fæða heima eftir að hafa horft á heimildarmyndina The Business of Being Born. „Mig langaði að líða eins vel og hægt væri þegar ég fæddi og mér líður best heima hjá mér. Mig langaði í þægilegt og jákvætt umhverfi, það er mín skoðun að spítalar séu fyrir veikt fólk,“ sagði Hannigan.

mbl.is