Þurfti að fá blóðgjöf eftir tvö fósturlát

Kimberly Van Der Beek.
Kimberly Van Der Beek. skjáskot/Instagram

Kimberly Van Der Beek, eiginkona leikarans James Van Der Beek, þurfti að fá blóðgjöf eftir síðasta fósturmissi. Kimberly missti fóstur á dögunum, en það er í annað skipti sem hún missir fóstur á aðeins sjö mánuðum. 

Fósturlátin hafa tekið mikið á líkama Kimberly og hefur hún í bæði skiptin þurft að leggjast inn. „Að fá tvisvar sinnum blóðgjöf á sjö mánuðum hefur verið erfitt fyrir líkama minn,“ sagði Kimberly í myndbandi. 

Kimberly sagðist finna mest til í höfðinu við blóðgjöfina en verkurinn lýsti sér ekki eins og venjulegur höfuðverkur. Hún sagðist líka finna fyrir sýkingu í lungunum, þó ekki af völdum kórónuveirunnar.

Van Der Beek-hjónin eiga fimm börn fyrir en hafa reynt á síðustu árum að bæta því sjötta við. Það hefur gengið illa en Kimberly hefur misst fóstur fimm sinnum. Nú síðast missti hún fóstrið á 17. viku og tók það mikið á fjölskylduna.

View this post on Instagram

A few seconds from my trip to the ER. Having had two blood transfusions in the last 7 months has been tough on my body. PLEASE if you have NATURAL TIPS to help integrate new blood I’m all ears. My biggest issues right now is my head really hurts (not like a headache- like new blood hurt), and I feel another infection in my respiratory system creeping up (no I don’t have Covid, I was tested) which also happened after new blood last time. It was a really tough two weeks and I am changing the story this time. I have some incredible healers in my life but I have also learned some of my favorite and most trusted wellness tips from instagram. Let me know your suggestions if you’ve healed naturally from blood transfusions. (I’ll share what helps along the way)

A post shared by Kimberly Van Der Beek (@vanderkimberly) on Jun 24, 2020 at 9:39pm PDT

mbl.is