Blue fór með verðlaunin heim

Blue Ivy Carter er byrjuð að sanka að sér verðlaunum.
Blue Ivy Carter er byrjuð að sanka að sér verðlaunum. skjáskot/Youtube

Blue Ivy Carter, dóttir Beyoncé Knowles og Jay-Z, fetaði heldur betur í fótspor foreldra sinna í gær þegar hún hlaut sín fyrstu verðlaun fyrir tónlist sína. Hin átta ára gamla Blue var tilnefnd til BET-verðlaunanna fyrir lagið Brown Skin Girl sem móðir hennar, Beyoncé, gaf út á síðasta ári.

Blue er sú yngsta til að vinna til BET-verðlauna en hún er aðeins átta ára gömul. Foreldrar hennar hafa að sjálfsögðu unnið til fjölda verðlauna fyrir tónlist sína á síðastliðnum áratugum og því hefur hún ekki langt að sækja hæfileikana.

Blue var ekki sú eina í fjölskyldunni sem fór heim með verðlaun af hátíðinni en móðir hennar Beyoncé hlaut mannúðarverðlaun BET-verðlaunanna. mbl.is