Erfitt að alast upp í sviðsljósinu

Paris Jackson segir það hafa verið erfitt að alast upp …
Paris Jackson segir það hafa verið erfitt að alast upp í sviðsljósinu. Skjáskot/Instagram

Paris Jackson, dóttir tónlistarmannsins Michaels Jacksons, segir að það hafi haft mikil áhrif á sig að alast upp í sviðsljósinu. Í nýjum þáttum ræðir hún hvernig frægð föður hennar hefur haft áhrif á hana allt hennar líf.

Paris býr til þættina ásamt kærasta sínum Gabriel Glenn og lofa þau að rekja sögu sína og hvernig þau nota hana til að skapa tónlist. Þau skipa nú dúettinn The Soundflowers.

Í upphafi stiklunnar fyrir þættina er myndband af ungri Paris þar sem faðir hennar spyr hana hvað hana langi til að verða þegar hún verður stór. Paris litla segist vilja verða eins og pabbi sinn; syngja og dansa. 

„Þú sérð barn alast upp í sviðsljósinu, þú gleymir að ég er manneskja. Ég vildi ekki hleypa heiminum inn af því það var ekki valmöguleiki. Ég var ekki tilbúin þá. Mér líður eins og ég sé tilbúin núna,“ segir Paris í stiklunni.

Paris er eina dóttir Jacksons en hana átti hann með fyrrverandi eiginkonu sinni Debbie Rowe.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert