Fyrrverandi sem eru góðir vinir

Demi Moore og Bruce Willis halda góðu sambandi þrátt fyrir …
Demi Moore og Bruce Willis halda góðu sambandi þrátt fyrir að vera skilin. Skjáskot/Instagram

Skilnaður þarf ekki að leiða til endaloka góðrar vináttu. Mörg dæmi eru til um hvernig fyrrverandi makar ná enn að halda góðu sambandi hvort við annað. Fræga fólkið er þar engin undantekning og hér má líta nokkur góð dæmi.

Elizabeth Hurley og Hugh Grant

Hurley og Grant hættu saman árið 2000 eftir þrettán ára samband. Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á í sambandi þeirra eru þau enn afar góðir vinir og Grant er guðfaðir sonar hennar sem kallar hann uncle Hugh á samfélagsmiðlum.

Demi Moore og Bruce Willis

Moore og Willis skildu árið 2000 eftir áratugalangt hjónaband. Þau eiga þrjú börn saman og hafa haldið góðu sambandi hvort við annað. Sambandið er raunar svo gott að þau ákváðu að fara saman í sóttkví nú á dögunum. 

View this post on Instagram

Family bonding 💚

A post shared by Demi Moore (@demimoore) on Apr 7, 2020 at 9:11am PDT

Kourtney Kardashian og Scott Disick

Kardashian og Disick eiga saman þrjú börn og hafa alltaf haldið góðu sambandi þrátt fyrir að vera ekki saman. Disick er nú nýhættur með Sofiu Richie og margir telja að Kardashian og Disick eigi eftir að byrja aftur saman fljótlega.

View this post on Instagram

Happy Father’s Day, thankful for you and these three special ones.

A post shared by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on Jun 21, 2020 at 7:02pm PDT

Chris Martin og Gwyneth Paltrow

Martin og Paltrow skildu árið 2014 en eru enn afar góðir vinir. Þau fara reglulega saman í frí ásamt börnum og núverandi mökum og verja miklum tíma saman.

Jennifer Lopez og Marc Anthony

Lopez og Anthony voru gift í áratug en skildu árið 2011. Þau eiga saman tvö börn sem þau ala upp saman og vinna einnig saman að tónlist.  

View this post on Instagram

Happy Father’s Day flaco!! Wishing you the best day today. 👨‍👧‍👦👔⭐️

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) on Jun 21, 2020 at 8:58am PDT

Liev Schreiber og Naomi Watts

Schreiber og Watts voru saman í 11 ár og eiga tvö börn saman. Hann segir þau enn mjög náin og hún verði alltaf hluti af lífi sínu.

View this post on Instagram

Just a few of the things I’m thankful for... #lievschreiber #happythanksgivng #grateful

A post shared by Liev Schreiber (@lievschreiber) on Nov 22, 2018 at 7:46am PST

mbl.is