Ciara berar bumbuna

Ciara er stolt af bumbunni sinni.
Ciara er stolt af bumbunni sinni. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Ciara er ófeimin við að bera óléttubumbuna sína. Ciara sem er 34 ára gengur nú með sitt þriðja barn. Fyrir á hún börnin Siennu (2) og Future (5). 

Misjafnt er hvernig konum líður á meðgöngu. Ciara sýnir og sannar að óléttar konur geta litið frábærlega út og megi vera stoltar af líkama sínum og ófeimnar við að sýna bumbuna í bíkíníi. 

Að vera ólétt á tímum kórónuveirunnar er ekki alltaf skemmtilegt að mati Ciöru. „Það að fara í ómskoðun á tímum COVID-19 er glatað því eiginmaður minn má ekki vera viðstaddur. Þvílíkir tímar sem við lifum á,“ sagði söngkonan.

2018 talaði Ciara um hvernig það væri að vera tveggja barna móðir. „Ástin tvöfaldast við það að eiga tvö börn. Ástin flæðir yfir og sú tilfinning er góð.“

View this post on Instagram

A post shared by Ciara (@ciara) on Jun 24, 2020 at 8:14am PDT

mbl.is