Sia er orðin amma 44 ára að aldri

Söngkonan Sia (t.h.) er þekkt fyrir að hylja andlit sitt.
Söngkonan Sia (t.h.) er þekkt fyrir að hylja andlit sitt. AFP

Söngkonan Sia er orðin amma aðeins 44 ára að aldri. Stutt er síðan hún ættleiddi tvo 18 ára drengi sem voru að detta út úr fósturkerfinu vegna aldurs. Nú hefur yngri sonur hennar eignast tvö börn. 

„Yngsti sonur minn var að eignast tvö börn. Ég er skelfingu lostin. Nei, ég er góð. Þau kalla mig ömmu en ég er að reyna að fá þau til að kalla mig Lovey líkt og Kris Jenner gerir,“ segir Sia um ömmuhlutverkið í viðtali hjá Zane Lowe's Apple Music Show.

Þá sagði hún einnig að strákarnir hennar hefðu getað verið lengur í fósturkerfinu til 21 árs en hún vildi taka þá þaðan svo þeir gætu búið við meiri stöðugleika. „Ég tel að fósturkerfið sé að bregðast okkur. Það er reynsla sona minna. Þeir hafa búið á átján mismunandi stöðum á þeim átján árum sem þeir hafa lifað. Þeir upplifðu ýmis áföll og eru nú að vinna úr þeim. Annar þeirra kom úr skápnum á dögunum og blómstrar. Hinn er enn að vinna í sínum málum en ég er bjartsýn.“

Þá segir söngkonan að þeir hafi kennt sér mikið um fordóma og forréttindi. „Það er neyðarlegt að ég hafi þurft að ættleiða tvo svarta stráka til þess að raunverulega skilja hvað það er sem þeir ganga í gegnum daglega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert