Fjölmiðlafár um dóttur Wills Smiths

Trey Smith, Willow Smith, Jada Pinkett Smith og Will Smith.
Trey Smith, Willow Smith, Jada Pinkett Smith og Will Smith. KEVIN WINTER

Dóttir leikarahjónanna Wills Smiths og Jödu Pinkett-Smith, Willow, prýðir nú nýja herferð Cartier-tískumerkisins í tilefni af endurútgáfu úrs þeirra frá 1980. Þetta er á sama tíma og mikið fjölmiðlafár ríkir um hana en móðir hennar og bróðir hafa gagnrýnt harðlega youtube-stjörnuna Shane Dawson fyrir að hafa í gömlu myndbandi sýnt kynferðislega tilburði gagnvart mynd af Willow þegar hún var aðeins ellefu ára gömul. 

Jaden Smith, bróðir Willow, sagði að sér yrði óglatt við tilhugsunina um Dawson að kyngera systur sína á þessum aldri. Það væri aldrei fyndið. Dawson hefur síðan beðist opinberlega afsökunar á hátterni sínu.

mbl.is