Sevigny nefnir strák sinn Vanja

Chloe Sevigny.
Chloe Sevigny. ANGELA WEISS

Leikkonan Chloe Sevigny eignaðist sitt fyrsta barn í maí síðastliðnum. Það var drengur sem hlaut nafnið Vanja Sevigny Mackovic. 

Það kom Sevigny óvart að hún skyldi eignast son. „Ég þurfti smá tíma til þess að ná áttum þar sem ég er sjálf svo stelpuleg. Ég á ekki marga strákavini; allir vinir mínir eru konur. Ég tengi betur við stelpur. Ég var bara: hvað í ósköpunum á ég að gera með strák? Mamma mín sagði að nú skyldi ég bæta upp fyrir það að líka ekki við stráka. Mér finnst þeir ágætir þegar ég sef hjá þeim! En ég er auðvitað í skýjunum og spennt yfir þessu öllu saman,“ sagði Sevigny í viðtali.

mbl.is