Börn frægra hjálpa við nafnavalið

John Legend og Chrissy Teigen ásamt dóttur sinni Lunu Simone.
John Legend og Chrissy Teigen ásamt dóttur sinni Lunu Simone.

Fólk virðist sækja innblástur í nöfn barna fræga fólksins þegar kemur að því að velja á sitt eigið barn. Samkvæmt nafnasíðunni Nameberry eru nöfnin Milo og Luna vinsælustu barnanöfnin en börn stjarnanna Chrissy Teigen og Johns Legends heita til dæmis Miles Theodore og Luna Simone.

Önnur vinsæl stúlkunöfn eru nöfn á borð við Ophelia, Eleanor, Ava og Aurora en vinsæl drengjanöfn eru nöfn á borð við Asher, Levi, Silas og Atticus. Þá eru nöfnin Nova, Phoenix, Hugo, Rowan og Kai vinsæl fyrir bæði kynin.

Athygli vekur að Justin Timberlake lét skíra son sinn Silas, leikkonan Jennifer Love Hewitt skírði son sinn Atticus og Alyssa Milano skírði son sinn Milo. Kappaksturshetjan Dale Earnhardt jr. nefndi dóttur sína Islu og leikarahjónin Naomi Watts og Leiv Schreiber völdu nafnið Kai fyrir annað barn sitt. 

Topp-tíu-listinn í heild sinni:

Stelpur:

 • Luna
 • Maeve
 • Aurora
 • Olivia
 • Isla
 • Ava
 • Ophelia
 • Eleanor
 • Eloise
 • Aurelia

Strákar: 

 • Milo
 • Asher
 • Atticus
 • Oliver
 • Levi
 • Silas
 • Arlo
 • Leo
 • Theodore
 • Jasper
Timberlake nefndi son sinn Silas.
Timberlake nefndi son sinn Silas. mbl
mbl.is