Dóttirin landaði hlutverki í Nágrönnum

Jason Donovan ásamt dóttur sinni Jemmu.
Jason Donovan ásamt dóttur sinni Jemmu. Skjáskot/Instagram

Dóttir leikarans Jasons Donovans, sem sjálfur gerði garðinn frægan í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum, hefur nú fetað í fótspor föður síns og landað þar hlutverki. Donovan er í skýjunum með ráðahaginn.

Margir muna eftir Donovan þar sem hann lék Scott Robinson og var kærasti Charlene Mitchell sem Kylie Minogue lék. Vinsældir þáttanna náðu ákveðnu hámarki árið 1988 þegar 20 milljónir Breta sátu límdar við skjáinn og horfðu á Scott og Charlene gifta sig. Þá vakti það ekki síður athygli að Minogue og Donovan áttu einnig í ástarsambandi í raunveruleikanum. Minogue og Donovan fluttu til Bretlands staðráðin í að slá í gegn sem tónlistarmenn, sem gekk eftir þar til Minogue hætti með Donovan til þess að byrja með INXS-stjörnunni Michael Hutchence.

Frægðin fór ekki mjúkum höndum um Donovan og fljótlega sökk hann í fen fíknarinnar þar til hann hitti eiginkonu sína. „Þarna var tækifæri til þess að breytast. Ég varð ástfanginn af henni, hitti þar minn besta vin. Hún var sterk. Ég setti til hliðar gömlu adressubókina og reyndi að búa mér til nýjan heim. Guði sé lof að ég gerði það!“ Í dag er Donovan ráðsettur þriggja barna faðir og starfar við tónlist.

View this post on Instagram

Back in Melbourne couldn’t resist a trip down memory lane to visit my daughter @jemma_donovan #fullcircle

A post shared by Jason Donovan (@jdonofficial) on Feb 5, 2020 at 4:36pm PSTmbl.is