Opnar sig um foreldrahlutverkið

Elle MacPherson elskar börn sín.
Elle MacPherson elskar börn sín. Ljósmynd/Instagram skjáskot

Elle MacPherson leggur mikla áherslu á ástríkt uppeldi. Hún á tvo syni þá Arpad Flynn (22) og Aurelius Cy (17). 

„Það hvernig fólk hugsar um ást segir til um hvernig það notar þá orku. Það kemur fram í lífinu sem annað hvort ást eða ótti. Þetta snýst um val - viljum við bregðast við af ást eða ótta? Þannig kenni ég strákunum mínum um ást - með því að „vera ást“ allan tímann eftir minni bestu getu. Samband okkar barnanna hefur vaxið og þroskast með árunum. Börn læra með því að fylgjast með því sem við gerum frekar en því sem við segjum. Ég vona að strákarnir mínir hafa séð mig sem ástríka. Ég trúi því að ást er allt sem er. Lífið snýst einfaldlega um ástina eða skort á ást sem er ótti,“ segir MacPherson í viðtali við tímaritið Red.

Setti börnin í forgang

MacPherson segir mikilvægt að finna jafnvægi á milli vinnu og fjölskyldulífs. „Ég byrjaði á því að setja börnin í forgang. Þó það væri erfitt í fyrstu þá var það vel þess virði. Lífið verður aldrei fullnægjandi ef ekki ríkir jafnvægi. Þannig að maður þarf fyrst að finna út úr því hvað það er sem skiptir máli og setja þá hluti í forgang sama hvernig lífið kunni þá að líta út.“

View this post on Instagram

The best Mother’s Day gift in the world ... the chance to co-parent these two incredible souls. Thankyou @arki_b

A post shared by Elle Macpherson (@ellemacphersonofficial) on May 10, 2020 at 6:14am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert