Á allt móður sinni að þakka

Dev Patel sló í gegn í myndinni Slumdog Millionaire.
Dev Patel sló í gegn í myndinni Slumdog Millionaire. Skjáskot/Instagram

Breski leikarinn Dev Patel þakkar móður sinni fyrir að hafa hvatt hann áfram í leiklistinni og tileinkar henni velgengni sína.

Móðir hans á að hafa fundið auglýsingu fyrir áheyrendaprufur í dagblaði og hvatt hann til þess að mæta í þær. „Hún reif út auglýsinguna og ég hélt að hún hefði misst vitið,“ sagði Patel. „Ég var í prófum, þá bara 16 ára, en Guði sé lof að hún gerði þetta því það breytti lífi mínu.“

Dev Patel hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í myndum á borð við Slumdog Millionaire og Lion. Nú leikur hann aðalhlutverkið í myndinni The Personal History of David Copperfield ásamt þeim Tildu Swinton og Hugh Laurie. Patel fæddist í London en foreldrar hans eru frá Nairobi í Keníu og eru af indverskum uppruna.

mbl.is