Birtir mynd af útstæðum nafla

Katy Perry finnst naflinn sinn ógeðslegur.
Katy Perry finnst naflinn sinn ógeðslegur. AFP

Söngkonan Katy Perry leiðir fólk í allan sannleikann um meðgöngu sína og birtir myndband sem sýnir mjög svo útstæðan nafla á Instagram. 

Í myndbandinu sýnir hún nærmynd af nafla sínum og spyr fylgjendur sína hvort þeir vilji sjá „svolítið ógeðslegt“. Myndbandið myndskreytir hún svo með veikinda-emoji og skrifar pregnancy realness eða óléttu-raunveruleikinn.

Söngkonan er 35 ára og á von á sínu fyrsta barni með leikaranum Orlando Bloom á allra næstu vikum. 

Naflinn hennar Katy Perry.
Naflinn hennar Katy Perry. Skjáskot Instagram
mbl.is