Felix prins fær bílpróf

Bræðurnir Nikolai prins og Felix prins (t.h.).
Bræðurnir Nikolai prins og Felix prins (t.h.). Skjáskot/Instagram

Felix, sonur Jóakims Danmerkurprins verður 18 ára í júlí og er kominn með bílpróf. Hann fær til umráða bíl sem eldri bróðir hans Nikolai fékk þegar hann var átján ára en Nikolai er tvítugur í dag.

Til stóð að halda veglega upp á átján ára afmæli prinsins en vegna kórónuveirufaraldursins þurfti að draga úr hátíðahöldunum. Prinsinn býr í Charlottenlund hjá móður sinni Alexöndru, fyrri eiginkonu Jóakims prins.

Kát fjölskylda. Frá vinstri eru Nikolai prins, Marie prinsessa, Aþena …
Kát fjölskylda. Frá vinstri eru Nikolai prins, Marie prinsessa, Aþena prinsessa, Jóakim prins og Felix prins með Hinrik prins í fanginu. Kongehuset.dk/Steen Brogaard
mbl.is