Enn bætist í afabarnahópinn hjá Felix og Baldri

Baldur Þór Hallsson og Felix Bergsson.
Baldur Þór Hallsson og Felix Bergsson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Fjölmiðlamaðurinn Felix Bergson og stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson urðu einu afabarninu ríkari nú í júlí. Dóttir Baldurs, Álfrún Perla Baldursdóttir, og kærasti hennar Árni Freyr Magnússon, eignuðust stúlku þann 4. júlí síðastliðinn. 

Felix tilkynnti um fæðingu stúlkunnar litlu í Facebook-færslu í dag. „Enn bætist í hópinn og hamingjuna! Þessi dásamlega afastelpa, dóttir Álfrúnar Perlu og Árna Freys, kom í heiminn að kvöldi dags 4. júlí. Við erum yfir okkur ástfangnir og trúum varla gæfu okkar og gleði. Svona getur nú lífið verið gott,“ skrifaði Felix í færslu sinni.

Fyrr í sumar eignaðist sonur Felix, Guðmundur Felixson, og kærasta hans Þuríður Blær Jóhannsdóttir, lítinn dreng. Stúlkan litla er því annað barnabarn Felix og Baldurs.

Barnavefurinn óskar þeim öllum innilega til hamingju!

mbl.is