Sveinn Andri orðinn afi

Sveinn Andri Sveinsson er orðinn afi.
Sveinn Andri Sveinsson er orðinn afi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinson er orðinn afi. Dóttir Sveins, Sara Messíana Sveinsdóttir og Bjarni Geir Gunnarsson eignuðust litla dóttur þann 4. júlí síðastliðinn.

Sveinn Andri tilkynnir um fæðingu afastelpunnar litlu í færslu á Facebook í dag. 

„Það er hlutlaust mat afa gamla að hér sé á ferðinni fallegasta barn vestan Úralfjalla.
Við litla prinsessan settumst niður og gerðum með okkur samning. Ég skuldbatt mig til að vera besti afi í heimi og hún lýsti því yfir og staðfesti að afi væri langbestur. Við gerðum síðan sérstakan leynilegan viðauka við samning okkar, þar sem ég lofaði að spilla henni og láta alltaf allt eftir henni, þar sem m.a. nammi og ís koma við sögu, og gagnkvæmri óhlýðni heitið við reglur sem foreldrarnir kynnu að setja þar um.
Það sem ég hlakka til þessa nýja áfanga á lífsleiðinni. Lífið er yndislegt og þetta litla hjartagull fullkomnar það,“ segir Sveinn Andri í færslu sinni á Facebook. 
Barnavefurinn óskar þeim öllum innilega til hamingju!

mbl.is