Fæddist á bát á þjóðhátíðardaginn

Easterday fjölskyldan og bráðaliðarnir sem tóku á móti yngsta meðliminum.
Easterday fjölskyldan og bráðaliðarnir sem tóku á móti yngsta meðliminum. Ljósmynd/Facebook

Sonur Amber og John Easterday kom í heiminn við ansi sérstakar aðstæður á laugardaginn síðastliðinn þegar hann dreif sig í heiminn viku fyrir tímann. 

Easterday hjónin voru að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí, og voru í siglingu um Old Tampa Bay fyrir utan Flórída í Bandaríkjunum. Þau höfðu verið úti á bátnum í um 30 mínútur þegar Amber byrjaði að finna fyrir hríðunum. 

Þau áttuðu sig á því að þau þyrftu að komast með hraði í land en veðrið var ekki að vinna með þeim því stuttlega áður kom rigningarstormur yfir flóann. 

John hringdi í neyðarlínuna rétt eftir klukkan 5 þennan dag og barst þeim aðstoð klukkan hálf 6. Tveir bráðaliðar hoppuð um borð í bátinn og um fjórum mínútum seinna kom litli drengurinn í heiminn. Hann hefur fengið nafnið Aiden. 

Þegar komið var í land var fjölskyldan flutt á næsta sjúkrahús. Öllum heilsast vel og hefur litla fjölskyldan heimsótt bráðaliðana sem tóku á móti Aiden litla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert