Harry Potter-stjarna á von á barni

Devon Murray á von á barni.
Devon Murray á von á barni. Skjáskot/Instagram

Írski leikarinn Devon Murray og kærasta hans Shannon McCaffrey eiga von á sínu fyrsta barni saman. Murray er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter, þar sem hann fór með hlutverk Seamus Finnegan. 

Murray birti mynd af sónarmynd á Instagram í gær og skrifaði að það væri von á litlum Murray í janúar á næsta ári. Hamingjuóskum rigndi yfir parið í athugasemdum og nokkrar Harry Potter-stjörnur óskuðu honum til hamingju. 

Þar á meðal var Evanna Lynch, sem fór með hlutverk Lunu Lovegood í kvikmyndunum og leikkonan Scarlett Byrne Hefner sem fór með hlutverk Pansy Parkinson. Byrne Hefner á einnig von á barni, en hún er í sambandi með Cooper Hefner, yngsta syni Hugh Hefner.

View this post on Instagram

Baby Murray - 14th of January 2021

A post shared by Devon Murray (@devonmurrayofficial) on Jul 7, 2020 at 12:06pm PDT

mbl.is