Gaf syni sínum brjóstapúsluspil

Gwyneth Paltrow fer óhefðbundnar leiðir í lífinu.
Gwyneth Paltrow fer óhefðbundnar leiðir í lífinu. AFP

Leikkonan og lífsstílsgúrúinn Gwyneth Paltrow gaf syni sínum Moses sem er fjórtán ára pússluspil skreytt brjóstum. Markmiðið var að stytta honum stundir í samkomubanninu en fjölskyldan hefur þurft að vera mikið heimavið síðustu mánuði. Þetta kemur fram á lífsstílssíðunni Goop sem hún á og skrifar reglulega pistla fyrir. 

„Við höfum spilað mikið Trivial Pursuit og ég gaf Móses brjóstapúsl bara gamni,“ segir Paltrow.

Áður hefur Gwyneth talað um hversu sérstakt það sé að ala upp börn í sviðsljósinu. „Það er áhugavert að sjá hvernig þau þróast meðfram ferli manns. Um daginn sagði sonur minn mér að hann hafi í fyrstu þótt það mjög vandræðalegt að það væru kynlífstæki til sölu á vefsíðunni minni. Núna finnst honum það frábært og segir: „Þú ert femínisti, mamma. Þú ert hörkutól.““.

Brjóstapúslið sem Paltrow gaf 14 ára syni sínum.
Brjóstapúslið sem Paltrow gaf 14 ára syni sínum. Skjáskot/Jiggypuzzles.com
mbl.is